Masterclass – Claire Denis


11:00-12:00

Meistaraspjall með hinum nafntogaða franska kvikmyndaleikstjóra og höfundi, Claire Denis sem er heiðursgestur RIFF í ár og viðtakandi verðlauna fyrir framúrskarandi listræna sýn.

Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur, ræðir við hana. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Í myndum sínum tekst Claire Denis með áhrifamiklum hætti á við útskúfun, innflytjendamál, eyðingarmátt nýlendustefnunnar og leyndardóma ástarinnar. Hún er stórkostlegur listamaður sem sannar með hverju verki að hún er einn magnaðasti leikstjóri samtímans.

Ath streymi var aflýst á síðustu stundu – við biðjumst afsökunnar á þessu.

Claire Denis hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir kvikmyndagerð sína, auk þess situr hún í dómnefnd stuttmynda á Cannes hátíðinni í ár.

Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim.

Skoða dagskrá RIFF í Norræna húsinu