KRAKKAVELDI: Jólaklipping & Trúnó


13:00- 15:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Krakkaveldi býður gestum í jólaklippingu og trúnó til að aðstoða fullorðna í jólastressinu. Treystir þú krökkum? En treystir þú þeim fyrir hárinu á þér? Komdu þá í klippingu! Ókeypis klippingar framkvæmdar af reyndum klippurum á aldrinum 7-12 ára! 

Krakkaveldi  er sviðslistaverkefni sem síðan árið 2019 hefur staðið fyrir gjörningum, sviðsverkum og vinnusmiðjum. Verk Krakkaveldis eru öll unnin í samstarfi við börn á aldrinum 7-12 ára og snúast um að krakkarnir nýti sér verkfæri sviðslista til að búa til sitt draumasamfélag. Krakkaveldi ímyndar sér betri heim þar sem krakkar ráða öllu í stað fullorðinna!   

Salvör Gullbrá og Hrefna Lind Lárusdóttir eru sviðslistakonur sem starfað hafa við leikstjórn, listkennslu og hafa mikla reynslu af samfélagsleikhúsi. Þær eru listrænir stjórnendur Krakkaveldis. Guðný Hrund Sigurðardóttir er leikmynda-og búningahönnuður Krakkaveldis.