Kardemommubærinn – afmælisveisla


13-14

Kardemommubærinn eftir Thorbjørn Egner 65 ára – á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík

Í tilefni þess að það eru 65 ár síðan bókin um Soffíu frænku og ræningjana Kaper, Jesper og Jónatan kom út bjóðum við ykkur í afmælisveislu á barnabókasafni Norræna hússins laugardaginn 6. júní kl. 13-14. Við bjóðum upp á sögustund, leiki, getraun og fleira skemmtilegt. Viðburðurinn fer fram á norsku.

Á barnabókasafninu stendur nú yfir sýning á teikningum höfundarins úr Kardemommubænum sem er sett upp í samvinnu við Norska sendiráðið í Reykjavík.

Verið hjartanlega velkomin!

Aðrir viðburðir