Bækur á jólabókamarkaði

Jólabókamarkaður Norræna hússins


10-17
Tvær síðustu helgarnar fyrir jól opnar bókasafn Norræna hússins dyr sínar fyrir almenningi og heldur glæsilegan jólamarkað með nýlegum bókum. Þar að auki verður hönnunarverslun okkar í Hvelfingu með 15% afslátt af öllum vörum.
Komið og gerið góð kaup!
Á markaðnum seljum við nýlegar og spennandi bækur á Norðurlandamálum fyrir börn, ungmenni og fullorðna á góðu verði. Markaðurinn verður fullur af skáldsögum, barnabókum, fræðibókum og ljóðabókum svo eitthvað sé nefnt. Sjón er sögu ríkari!
Á staðnum gætum við ítrustu sóttvarnareglna og bjóðum upp á handhreinsispritt og andlitsgrímu á meðan á heimsókn stendur.
Opnunartímar:
12. & 13. desember frá 10-17.
19. &. 20. december frá 10-17.