Ímyndaður Vinur – Fjölskyldustund


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Ímyndunaraflið fer á fullt þegar veröld Enkis verður að veruleika í gegnum kvikmyndaverkið „Et Lysglimt Herfra“ („Ljósglampi héðan“), heillandi brúðuleikhúsi, söng og töfrandi áhrifum.

Á meðan við horfum á Enki-brúðurnar á skjánum verðum við með skemmtilega vinnustofu þar sem þú getur teiknað og mótað þinn eigin Enki úr silkileir og jafnvel gefið honum líf. Enkis eru litlar verur á stærð við tannburstann þinn sem búa á plánetu meðal skýjanna í huga þínum. Þeir gefa von á erfiðum tímum og eru með þér þegar lífið er sárt.

Það eru þrjár mismunandi tegundir af Enkis: sú skynsamlega bláa, sú ævintýralega fjólubláa og sú miskunnsama appelsínugula. Saman munum við finna út hvaða Enki er þinn.

Vertu með okkur þann 23. október frá kl. 13 – 15 á barnabókasafni Norræna hússins þar sem við fljúgum inn í land fantasíunnar og komum aftur með Enki vin í höndunum.

Kennari er Emma Frøslev Lundsby.

Emma er listakona og kvikmyndagerðarmaður sem stundar nú nám í Multiplatform Storytelling and Production. Hún ólst upp í Danmörku meðal hávaxinna og lágra trjáa. Uppáhaldsliturinn hennar er himinninn og handverk hennar er að búa til hvetjandi sögur.