Iceland Writers Retreat – HÖFUNDAKVÖLD


20:00

Iceland Writers Retreat höfundakvöld 10. apríl kl. 20:00 í Norræna húsinu.

Hilton Als, Lina Wolff, Gwendoline Riley, Andri Snær Magnason, Lauren Groff, Hallgrímur Helgason og fleiri leiðbeinendur við rithöfundabúðirnar Iceland Writers Retreat lesa úr verkum sínum.

Rithöfundabúðirnar Iceland Writers Retreat (www.icelandwritersretreat.com) verða haldnar í fimmta sinn á Íslandi 11.-15. apríl. Víðfrægir höfundar hvaðanæva að úr heiminum leiðbeina þar þátttakendum á málstofum um ritlist og bókaskrif.

Degi áður en leiðsögnin hefst lesa höfundarnir upp úr verkum sínum í Norræna húsinu.

Höfundarnir eru: Hilton Als, Pamela Paul, Hallgrímur Helgason, Gwendoline Riley, Lina Wolff, Andri Snær Magnason, Terry Fallis, Susan Shreve, Lauren Groff og Craig Davidson. Rory MacLean og Adiana Shibli are also on the IWR faculty this year but will not be at this event.

Upplestri og umræðum stýrir Egill Helgason.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Viðburðurinn fer fram á ensku.