Höfundakvöld á vegum Iceland Writers Retreat


20:00

Þriðjudaginn 2.apríl kl. 20:00 í Norræna húsinu

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir

Ritlistarbúðirnar Iceland Writers Retreat (www.icelandwritersretreat.com) verða haldnar í sjötta sinn á Íslandi 3.‒7. apríl. Víðfrægir höfundar frá sjö löndum leiðbeina þar þátttakendum á málstofum, sem koma hvaðanæva úr heiminum, um ritlist og bókaskrif.

Í ár eru þessir rithöfundar meðal leiðbeinenda: Chigozie Obioma sem hefur verið tilnefnd til Booker-verðlaunanna, Sarah Moss ritlistarprófessor sem hefur samið bók um ársdvöl sína á Íslandi, Paul Yoon sem kennir ritlist við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, Ragnar Helgi Ólafsson, tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra, og rithöfundurinn og aðgerðasinninn Ivan Coyote.

Degi áður en ritlistarbúðirnar hefjast, hinn 2. apríl, hefst lesa höfundarnir upp úr verkum sínum í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Upplestri og umræðum stýrir Egill Helgason. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Þessir höfundar taka þátt í upplestrinum: Ann Hood, Chigozie Obioma, Louis de Bernières, Sarah Moss, Ragnar Helgi Ólafsson, Elizabeth Renzetti, Ivan Coyote, Lina Meruane, Paul Yoon, Priya Basil og Tessa Hadley.