Gjörningur og myndbandsverk – List án landamæra


17:00

Fimmtudaginn 29. október kl.17:00 hefst viðburðadagskrá í Norræna húsinu á vegum Listar án landamæra 2020.

Viðburðardagskráin verður í beinu streymi frá Norræna húsinu og verður myndbandsupptakan einnig aðgengileg á samfélagssíðu og Vimeo-síðu hátiðarinnar.

Vegna fjöldatakmarkana gesta í sal Norræna hússins, vegna Covid-19, þá er gestum eingöngu boðið að njóta gjörningsins og viðburða kvöldsins á netinu í gegnum streymi og á upptöku síðar.

Facebook viðburður

 

DAGSKRÁ

1. Myndbandsverk 

„Radioactive Cat“ eftir Inga Rúnar Kjartansson.
„Sweet Artist Dreams“ myndbandsverka-prógram, með verkum eftir Jónínu Rósu Hjartardóttur,
„Cats like to talk“ eftir Andreu Gavern,
„Instanity“ eftir Elínu Sigríði Maríu Ólafsdóttur,
„Spring Flow“ eftir Þorbjörgu Ester Finnsdóttur,
„Pogo Stick in Prague“ eftir Vilmund Örn Gunnarsson,
„Iron Wings“ eftir Inga Rúnar Kjartansson,
„When I grow up“ (eftir Pussycat Dolls) – flutt af Snædísi Ósk Egilsdóttur með dönsurunum Andreu Gavern, Eínu Sigríði Maríu Ólafsdóttur, Glódísi Erlu Ólafsdóttur og Inga Rúnari Kjartanssyni.

2. „Í frjálsu falli“
Steinar Svan Birgisson
Gjörninga-sviðsverk / live video stage performance, skapað sérstaklega fyrir List án landamæra 2020

3. Leir-bókin „Byrjun Alheimsins“ eftir Hauk Hafliða Björnsson. 2020.

4. Stuttmyndin „Chitty Junior“ eftir Trevor Boddington, sem m.a. er unnin með listrænni þátttöku nemenda í Myndlistarskóla Reykjavíkur; Atla Má Indriðasyni, Inga Hrafni Stefánssyni, Kolbeini Jóni Magnússyni og Þóri Gunnarssyni. Auk Lee Lorenzo Lynch leiðbeinanda þeirra.

 

List án landamæra er listahátíð er leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi.
Sérstök áhersla er lögð á myndlist á þessu ári, og þá á einkasýningar svo og samsýningar á viðurkenndum sýningastöðum í Reykjavík og í nokkrum nágrannabæjarfélögum.

Markmið með því að þátttakendur sýni verk sín í viðurkenndum sýningarýmum er að stuðla að inngildingu fatlaðra listamanna í listheiminum, að fatlaðir listamenn fái notið sín fyrir eigin listhæfileika og sköpunarkraft.

Um 50 listamenn sýna listsköpun sína á hátíðinni í ár, á 10 mismunandi sýningastöðum, sem allir hafa sannað sig sem málsmetandi vettvangur listar í landinu og velja listamenn inn í sitt mengi byggt á því að listamenn hafi eitthvað mikilvægt og gefandi fram að færa.
Og því er svo sannarlega að heilsa á þessari hátíð sem þeim fyrri!

List án landamæra
info@listin.is

List án landamæra 2020 er stutt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og Öryrkjabandalaginu-ÖBÍ.