Furðuverusmiðja – Umhverfishátíðin


14:00-16:00

Skráning

Helgina 7.-8. apríl mun fjölbreytt umhverfisdagskrá fyrir gesti á öllum aldri fylla Norræna húsið. Markmiðið er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að grænna heimili.

Nánari upplýsingar um hátíðina

Furðuverusmiðja fyrir fjölskyldur

Þátttakendur fá tækifæri til að skapa sína eigin furðuveru sem er gerð úr endurunnum textílefnum sem féllu til við framleiðslu á Íslandi. Efnin sem við notum koma frá Umemi, Glófa og Cintamani. Allir eru hvattir til að segja söguna af furðuverunni og leyfa öðrum að kynnast henni betur.

Leiðbeinendur í smiðjunni eru þær Erla Dís Arnardóttir textílhönnuður og kennari og Guðný Katrín Einarsdóttir textílhönnuður og iðjuþjálfi. Leiðbeinendurnir standa fyrir verkefninu Handaband. Handaband er þróunarverkefni sem hóf göngu sína í mars 2017 á Vitatorgi, félagsmiðstöð og samfélagshúsi Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins var að þróa nýjan valkost, skapandi vinnustofu, sem hluta af félagsstarfinu.

Þátttaka er ókeypis og fer skráning fram á tix.is, takmarkað pláss. Einn miði gildir fyrir 1 þátttakanda, fullorðin eða barn. Fullorðin getur fylgt 1 eða 2 börnum. Vinnusmiðjan er á íslensku.