Frederiksbergkirkju stúlknakór


17:00

Frederiksbergkirkju stúlknakór var stofnaður árið 1984 af núverandi stjórnanda kórsins Lis Vorbeck.

Kórinn samanstendur af 30 stúlkum á aldrinum 12 – 20 ára og syngja þær í messum og öðrum viðburðum í Fredriksbergkirkju. Að auki hefur kórinn komið fram á mörgum tónleikum víðsvegar í Danmörk. Einnig hefur kórinn ferðast mikið og haldið tónleika, t.d. í Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Grænlandi, Eistlandi, Lettlandi, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Japan og fleiri skipti í Bandaríkjunum. Kórinn hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Þá hafa tónskáld samið sérstök verk fyrir kórinn m.a. dönsku tónskáldin Fuzzy og John Høybye.

Á kórferðalagi sínu til Íslands eru með í för 19 stúlkur ásamt organistanum Allan Rasmussen. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis, verið velkomin.