Hverrar þjóðar eru fuglar? Vinnusmiðja fyrir börn


13:00-15:00
Gróðurhús & Pavilion
Aðgangur ókeypis

Ókeypis tveggja daga smiðja fyrir börn.
Staðsetning: Skálinn, Gróðurhús og útisvæði Norræna hússins

ATH NÁMSKEIÐIÐ ER NÚ FULLBÓKAÐ

Óðinshaninn býr sér heimili á Íslandi í nokkra mánuði á ári þar sem hann byggir sér hreiður og elur upp unga. Aðra mánuði ársins dvelur óðinshaninn á ströndum Arabíuskagans eða við strendur Vestur-Afríku. Miðað við aðra fugla lifir óðinshaninn fremur óvenjulegu lífi. Kvenfuglinn, með sína rauðleitu bringu, er sú sem velur sér maka og hreiðurstæði en hún heillar karlfuglinn með sínu tilkomumiklu tilhugaflugi. Hinn lítt áberandi karfugl sér hinsvegar um að byggja hreiður, liggja á eggjum og leiðbeina ungunum þegar þeir eru skriðnir úr egginu.

Er óðinshaninn íslenskur fugl, evrópskur fugl, arabískur fugl eða vest-afrískur fugl? Hvernig er hægt að segja til um þjóðerni fugla?

Í þessari tveggja daga smiðju munum við kynnast fuglunum sem dvelja í fuglafriðlendinu umhverfis Norræna húsið og læra um ferðir þeirra. Fuglarnir verða rannsakaðir í gegnum samtöl, vettvangsferðir, teikniæfingar og klippimyndagerð og bornar verða upp spurningar um landamæri og eignarrétt.

Smiðjan er þáttur í Goethe Morp* Iceland verkefninu, þvermenningarlegu listasamstarfi Goethe stofnunarinnar og Norræna hússins í Reykjavík.

Smiðjan mun fara fram á ensku, íslensku og þýsku. Skráning með því að senda nafn og aldur þátttakenda á hrafnhildur@nordichouse.is.

Um kennarana:

Ahmad Hamad er listamaður, fuglafræðingur og fuglaræktandi og starfar með Walther von Goethe Foundation . Aghmad Hamad er fæddur í Sýrlandi og hefur búið í Þýskalandi síðastliðin 6 ár þar sem hann starfar við umönnun.

Wolfgang Müller, fæddur 1957, er listamaður, tónlistamaður og rithöfundur frá Berlín. Hann starfar meðal annars við verkefnin the House of the Deadly Doris og Walter von Goethe Foundation og rannsakar einnig uppruna misskilninga.