Boðsýning á grænlensku kvikmyndina ANORI


20:00

Frímiðar

Þér er boðið í bíó!

Norræna húsið frumsýnir á Íslandi, gænlensku kvikmyndina ANORI eftir Pipaluk Kreutzmann Jörgensen, þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00.
Aðgangur á myndina er ókeypis og frímiðar fást á tix.is. 

Tungumál: Grænlenska
Texti: Enska
Lengd: 90 min
Framleidd árið: 2018

Anori er harmræn ástarsaga sem sækir efnivið sinn til grænlenskra goðsagna. Sögusviðið sveiflast á milli víðáttu grænlensku ísbreiðunnar og borgarlandslags New York borgar.

Handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er Pipaluk Kreutzmann Jörgensen og er hún fyrsta grænlenska kvikmyndin í fullri lengd sem er að öllu gerð af konu.

Aðalhlutverk: Angunnguaq Larsen, Ujarneq Fleischer, Nûkaka Coster Waldau

Sýnishorn