FEARLESS WARRIORS OF THE ROSELAND – Tónleikar


20:00

FEARLESS WARRIORS OF THE ROSELAND

Tónleikar í Norræna húsinu 14. oktober kl. 20:00.

Miðaverð 1500 kr. Miðasala á  Tix.is  og við innganginn

 Samvinnuverkefnið Roseland er hvoru tveggja vettvangur til samskipta og ráðrúms, umhverfi þar sem draumar dansa sem ljóð og myndir. Fjórir grunnmeðlimir sveitarinnar leggja til borðs sína tónlistarlegu reynslu og menningarlegan bakgrunn sem þau tvinna saman í nýjar tónsmíðar. Þau leita að sameiginlegum grunni sem er einhversstaðar á milli hinnar norrænu naumhyggju, austurlenskra hljóma og suðrænnar ástríðu.

Í sínu fyrsta tónleikaferðalagi um Skandinavíu og Eystrasaltsríki fá þau í lið með sér listamenn frá hverjum stað sem þau heimsækja, til þess að skapa með sér sjónræna tónleika þar sem orð hreyfa og hljóð lýsa í gegnum skugga.

 

Juan Pino er fæddur í Ecuador og býr nú og starfar í Kaupmannahöfn þar sem að hann hefur verið slagverksleikari í hljómsveitum á borð við Valravn og Suna sem og söngvaskáld með Queamando Palabras. www.juanpino.dk

Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Vootele Ruusmaa frá Eistlandi, rappar, útsetur fyrir eistneskar þjólagahljómsveitir og semur tónverk fyrir danssýningar og leikhús.

Daníel Helgason er gítarleikari og tónskáld frá Reykjavík. Hann hefur verið virkur í íslenskri tónlistarsenu síðastliðin ár. Hann nam jazzgítarleik í mörg ár og útskrifaðist nýlega með BA gráðu frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands.

Anna-Maria Huohvanainen er fædd í Finnlandi og hefur frá fjögurra ára aldri stundað nám þar og að auki um stund í Belgrad. Anna-Maria er sem stendur við nám í Turku Arts Academy.