Færeysk og grænlensk sýn á vestnorrænt samstarf


17.00
Salur

 

Í tilefni Vestnorræna dagsins, 23. september, verður umræðufundur um sýn Færeyja og Grænlands á vestnorrænt samstarf. Hvar liggja helstu áskoranir í samstarfi landanna þriggja? Hvar eru mestu tækifærin og hverjar eru væntingarnar til samstarfsins?

Velkomin í salinn eða fylgist með í streymi hér. Fundurinn fer fram á ensku.

Þátttakendur:

Ann-Sofie Nielsen Gremaud, dósent í dönsku HÍ
Sumarliði Ísleifsson, lektor við sagnfræði og heimspekideild HÍ
Halla Nolsøe Poulsen, sendimaður Færeyja á Íslandi
Tove Søvndahl Gant, sendimaður Grænlands á Íslandi
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins

 

Í lok fundarins verður sýnd stuttmynd um menntaskólanema sem eru í Norður Atlantshafsbekknum þar sem þau deila reynslu sinni af því að búa og nema í vestnorrænu löndunum þremur.

Eftir fundinn verður móttaka með m.a. færeyskum og grænlenskum veitingum og þar á eftir verður sýning kl. 18.30 á færeysku heimildarmyndinni Skál (2021).


Heildardagskrá dagsins má finna hér.

Lestu meira um myndina Skál hér.

Hægt er að melda sig á viðburðinn á Facebook hér.

Dagskrá Vestnorræna dagsins er samstarfsverkefni Norræna hússins við eftirfarandi:

– Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
– Færeyska sendiskrifstofan á Íslandi
– Grænlenska sendiskrifstofan á Íslandi
– Vestnorræna ráðið
– Norræna félagið á Íslandi
– Mennta- og menningarmálaráðuneytið