DÓMUR VÖLVUNNAR – skólasýningar


9:30 og 11.00

Hrá saga af Ragnarökum og endurupprisu – af græðgi og umbrotum.

Veröldin stendur á barmi heimsenda og mannfólkið ákallar Völvuna í von um hjálp. En Völvan var ekki fædd í gær. Hún hefur séð þetta allt áður og er orðin hundleið á heimsku mannfólksins sem endurtekur mistök forfeðranna æ ofan í æ. Hvaða ástæðu hefur hún til að umbera þessa vitleysu? hversvegna ekki að gefa sig á vald Ragnarökum??
En bíðið aðeins, BARNIÐ er með aðra áætlun og fleiri spil uppí erminni…

Dómur Völvunnar er norræn sagna ópera sem fjallar um framtíðarangist og framtíðarvon. Hún fjallar um stöðu jarðarinnar og möguleika á að nýta hinn mikla framkvæmdakraft og þá samkennd sem býr í mannskepnunni til að knýja fram jákvæðar breytingar.

Skólasýningar

  • 20.9. kl. 9.30 og 11.
    21.9 kl. 9.30 og 11.
    Lengd 50 mín. Aldurshópur 10-14 ára í fylgd með fullorðnum.

Skráning fyrir skóla á info@nordichouse.is
Verkefnið er unnið í samstafi við LIST FYRIR ALLA