HönnunarMars: Anna – Frumgerð af stól


10:00 - 19:00

Stóllinn Anna var hannaður og smíðaður af Önnu Pálu Pálsdóttur, arkitekt, í arkitektadeild Konunglega danska listaháskólans árið 1986. Arkitektarnir Inga Rán Reynisdóttir og Ulrike Marie Steen sýna stólinn nú opinberlega í fyrsta sinn sem vitni um þekkingu, fagurfræði og arfleifð norrænnar hönnunar. 

Stóllinn Anna var hannaður og handsmíðaður af Önnu Pálu Pálsdóttur arkitekt (f. 1953) sem hluti af lokaverkefni hennar í arkitektadeild Konunglega danska listaháskólans í Kaupmannahöfn árið 1986. Arkitektarnir Inga Rán Reynisdóttir (f. 1993), dóttir Önnu Pálu, og Ulrike Marie Steen (f.1978 í Danmörku) hafa safnað saman upprunalegum skissum, teikningum og frumgerð stólsins og sýna hann nú opinberlega í fyrsta sinn til vitnisburðar um hönnunarferlið og þá sérþekkingu, fagurfræði og elju sem að baki liggur.

Inga Rán Reynisdóttir og Ulrike Marie Steen sjá um hönnun sýningarinnar á Önnu-stólnum á HönnunarMars 2020. Markmið sýningarinnar er að sýna fram á ómetanlegt gildi fallegrar hönnunar og vandaðs handverks. Efni sýningarinnar er vandlega valið og sett í víðara samhengi við nútíma textílhönnun, stein- og trélistaverk, sem saman stuðla að sterkari upplifun á hverju verki fyrir sig.
Sýningin er óður til norrænnar hönnunar sem hér kristallast í fágaðri og klassískri hönnun stólsins Önnu.

Trauðla mér sýnist úr heimi höll
Hallan á Kaffi Mokka
Rak þar upp rosaleg hlátrasköll
og rólegan sýndi þokka

Trauðla mér sýnist úr heimi höll
Hallan á Kaffi Mokka.
Hitti þar Stuðmann með hagorð snjöll
sem bar af sér góðan þokka.

Listi yfir þátttakendur: Inga Rán Reynisdóttir og Ulrike Marie Steen (IU) í nánu samstarfi við Önnu Pálu Pálsdóttur, Alexandru Jónsdóttur o.fl.

Dagskrá HönnunarMars

Instagram: @IUcollect Facebook: @IUcollect