BORGARVERAN


11-17

BORGARVERAN

Hvernig verður daglegt líf í borg framtíðarinnar?

Sýningin BORGARVERAN skyggnist inn í innviði borgarinnar – sýnilega og ósýnilega, ofanjarðar og neðanjarðar, náttúrulega og manngerða. Um leið er velt upp hugmyndum um borgina og veruna í borginni.  Valin verk samtímahönnuða og myndlistarmanna, eru sett í samhengi og samtal við eldri hugmyndir og drauma um borgina. Sótt er í ólíka miðla, verkfæri og aðferðir sem varpa ljósi á það hvernig við mótum borgina og hvernig borgin mótar okkur.

Á meðal höfunda verka og verkefna á sýningunni:

Arkibúllan (IS)
Bêka & Lemoine  (FR/IT)
Einar Þorsteinn Ásgeirsson (IS)
Hildur Bjarnadóttir (IS)
Hreinn Friðfinnsson (IS)
Jan Gehl (DK)
Jón Þorláksson (IS)
Krads arkitektar (IS/DK)
Ragnar Kjartansson (IS)
Sigrún Thorlacius (IS)
Sigurður Guðmundsson (IS)
Úti og inni arkitektar (IS)
Þórunn Árnadóttir (IS)

á 25. maí til 5. nóvember 2017. Sýningin og viðburðardagskrá tengd henni byggir á samstarfi við fjölmargra aðila m.a. Listaháskóli Íslands, Nordic Built Cities, Reykjavíkurborg og Skipulagsstofnun.

Sýningarstjóri er Anna María Bogadóttir arkitekt.