AUÐUR NORÐURSINS – 7. ÞÁTTUR. Julebord.

AUÐUR NORÐURSINS


11:00

Norræni menningarþátturinn sem enginn er að bíða eftir

Auður & Arnbjörg kryfja málefni líðandi stundar og liðinna alda í séríslensku samnorrænu alheimssamhengi ásamt vel völdum misgóðum gestum.

Í þessum þætti fá þær til sín Árna Ólaf Jónsson, kokk og sjónvarpsmann og bragða á jólamat.  Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

AUÐUR NORÐURSINS er oftast á dagskrá á miðvikudögum kl. 11.
Hægt er að horfa á þáttinn á vef og Facebook- síðu Norræna hússins.