HönnunarMars: Eldurinn í jörðinni


10-17

Börn á 5. aldursári á deildinni Eiði í leikskóla Seltjarnarness hafa unnið verkin á sýningunni Eldurinn í jörðinni sem sett er upp á bókasafni Norræna hússins. Sýningin byggir á könnunaraðferð þar sem unnið er út frá áhuga barnanna. Unnið var með þema leikskólans í ár sem er jörðin. Afraksturinn er meðal annars 17 jarðir sem hanga úr loftinu. Hvert og eitt barn teiknaði upp eigin hugmynd að jörðinni og hannaði hana svo úr endurvinnanlegum efniviði, s.s. blöðum, pappamassa og veggfóðurslími. Börnin heilluðust af eldfjöllum og til sýnis verður eldfjall, kvika og hraun, sem er samvinnuverkefni barnanna. Myndband af ferlinu er hluti af sýningunni svo hægt sé að sjá þekkingarleit barnanna sem og hvernig hugmyndir og vitneskja um viðfangsefnið þróast yfir verkefnatímann. Sýningin fór hratt stækkandi í ferlinu og var unnin og sett upp með góðri aðstoð foreldra barnanna.

Dagskrá HönnunarMars