Einhver Ekkineinsdóttir – Upplestur og sögusmiðja


13:00

Einhver Ekkineinsdóttir – Upplestur og sögusmiðja

Upplestur, sögusmiðja og klippimyndagerð fyrir börn, 7 – 12 ára.

Þann 23. apríl 2016 kl. 13.00 – 16.00 Í barnahelli Norræna hússins. Aðgangur ókeypis.

Viðburðurinn er á vegum Bókstafs og Barnamenningarhátíðar.

Smiðjan er haldin í tilefni útgáfu Einhverrar Ekkineinsdóttur fyrstu eistnesku barnabókarinnar sem gefin er út á íslensku. Umsjónarmenn smiðjunnar eru höfundur bókarinnar og myndskreytir, Kätlin Kaldmaa og Marge Nelk og Lemme Linda Saukas Olafsdottir les upp úr þýðingu sinni.

Miðstöð íslenskra bókmennta og Eesti Kulturkapital styrkja útgáfuna.