Einhver Ekkineinsdóttir – Upplestur og sögusmiðja


13:00

Einhver Ekkineinsdóttir – Upplestur og sögusmiðja

Upplestur, sögusmiðja og klippimyndagerð fyrir börn, 7 – 12 ára.

Þann 23. apríl 2016 kl. 13.00 – 16.00 Í barnahelli Norræna hússins. Aðgangur ókeypis.

Viðburðurinn er á vegum Bókstafs og Barnamenningarhátíðar.

Smiðjan er haldin í tilefni útgáfu Einhverrar Ekkineinsdóttur fyrstu eistnesku barnabókarinnar sem gefin er út á íslensku. Umsjónarmenn smiðjunnar eru höfundur bókarinnar og myndskreytir, Kätlin Kaldmaa og Marge Nelk og Lemme Linda Saukas Olafsdottir les upp úr þýðingu sinni.

Miðstöð íslenskra bókmennta og Eesti Kulturkapital styrkja útgáfuna.

 

Send this to a friend