Land of Mine – Nordic Film Festival


17:00

Miðasala

Land of Mine/ Under Sandet

23.2. kl. 17:00

(DK, DE – 2015)
Leikstjóri: Martin Zandvliet
1 klst. 41 mín – Drama-/Stríðsmynd  – 15+

Undir lok seinni heimsstyrjaldar er hópur ungra, þýskra, stríðsfanga neyddur af danska hernum til að takast á við lífshættulegt verkefni; að aftengja og fjarlægja jarðsprengjur á dönsku strandlengjunni.  Illa þjálfaðir drengirnir komsta brátt að því að stríðinu er hvergi nærri lokið. Myndin er byggð á sönnum atburðum og spyr áleitinna spurninga um tilurð illsku sem gæti búið innra með okkur öllum. 

,,Ég hef fengið ljót hatursbréf í kjölfar myndarinnar. Það spratt upp mikil umræða eftir að myndin var sýnd og ég sagður óþjóðrækinn.  En þetta snýst ekki um það.  Þetta snýst frekar um hörmungarnar sem eiga sér stað eftir að stríði lýkur. “  – Martin Zandvliet

Tilnefnd til Óskars 2017.

Enskur texti. Ókeypis aðgangur – við mælum með þú tryggir þér frímiða í hnappnum hér fyrir ofan.

Sýnishorn