Jamm, jamm, jamm – Listviðburður

Jamm, Namm, Sko, Oh viðburðaröðin er framlenging á myndlistarsýningunni Af stað! sem stendur yfir í Norræna húsinu frá 1. desember til 12. janúar.

Í viðburðaröðinni munu vel valdir listamenn kafa djúpt í neyslumenningu samtímans og/eða áhrif hennar á umhverfi okkar og lifnaðarhætti með verkum sínum alla aðventuna í Norræna húsinu.

Hvern sunnudag í aðventunni er einblínt á sérstakt viðfangsefni og byrjað á neyslu eða Jamm, jamm, jamm.

„Nú er bara að njóta dagsins.
Máltíð eftir máltíð framreidd á silfurfati í gegnum lúgu á heitasta degi sumarsins.
Með ofbirtu í augum en svo margt að sjá.
Má ég smakka?“

Þátttakendur

Myndbandsverk:
K.óla – Plastprinsessan
Leena Maria Saarinen – Tourist video
Bára Bjarnadóttir – Heitasti dagur ársins
Kristín Helga Ríkarðsdóttir – In it to Win it

Gjörningar:
Rebecca Scott Lord og Viddi Blöndal – Cooking Show
Birkir Mar Hjaltested – brenndur
Sólbjört Vera – Bragð