Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu

Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu
18.-23. apríl 2023

Norræna húsið vinnur að fjórum verkefnum sem miðast við börn á aldrinum 12-17 ára undir þemanu Alþjóðleg Barnamenningarhátíð. Verkefnin eru ólík en eiga það sameiginlegt að stuðla að menningarlæsi í gegnum ólíka sköpun. Ísland hefur á örskömmum tíma orðið afar fjölþjóðlegt samfélag. Mikilvægt er að við kynnumst hvert öðru og aðlögumst breyttri heimsmynd – nýju Íslandi og nýjum Íslendingum.  Aðgengi einstaklinga af öllum kynjum og litarháttum og aukin þekking eykur skilning og kemur í veg fyrir fordóma. Þátttakendum og gestum hátíðarinnar gefst færi á að breyta sjónarhorninu og skoða heiminn út frá vögguvísum, ljóðum og ýmissi listsköpun.

Alþjóðleg barnamenningarhátíð Norræna hússins þakkar fyrir styrk frá Barnamenningarsjóði Reykjavíkur.

Hér má sjá dagskrána:

18. Apríl

VÖGGUVÍSUR: Tónleikar með nemendum Fellaskóla
Elissu salur / Auditorium
16:30 – 17:00

R.E.C Arts Reykjavík: Community Milkshake: Youth Workshop Variety Showcase & Exhibition: International Children´s Culture Festival in the Nordic house
Elissu salur /Auditorium
18:00 – 20:00

23. Apríl

FJÖLSKYLDUSMIÐJA: Áður en vötnin sofna
Barnabókasafn
13:00 – 15:00

FRIÐARSKÚLPTÚRAR:
Sýning á verkum nemenda sem mætt hafa á lokaðar vinnustofur skólahópa yfir Barnamenningarhátíð
Anddyri & Barnabókasafn
13:00