Carsten Jensen (1. hluti)

Höfundakvöld

CARSTEN JENSEN (b. 1952) er danskur rithöfundur, blaðamaður og samfélagsrýnir. Hann er með gráðu í bókmenntafræði frá Kaupmannahafnarháskóla og kemur oft fyrir í dálkum stærstu dönsku dagblaðanna, með beittum samfélagsádeilum sínum, ritgerðum og fréttaaukum. Hann er einnig þekktur fyrir ferðaskýrslur sínar, ekki síst ferðasöguna Jeg har set verden begynde (1996), sem veitti honum verðlaun danskra bóksala, Boghandlernes Gyldne Laurbær.

Frægasta skáldsaga Carstens Jensen er verkið Vi, de druknede, sem var gefin út árið 2006. Hún er storbrotin skáldsöguannáll sem gerist í heimabæ Jensen Marstal í gegnum árin 1848-1945 þegar töluverður hluti danskra kaupskipa átti heima í Marstal. Síðasta bók hans Den første sten frá árinu 2015 er saga um hvaða áhrif stríð hefur á manneskju sem þarf stöðugt að óttast um líf sitt, um vináttu, svik og hörmungar. Carsten Jensen hefur meðal annars fengið Olof Palme verðlaunin (2009) og Søren Gyldendal verðlaunin (2012).