Yfir / Undir himnarönd – Sýning


Sýningaropnun

 Yfir/ Undir himnarönd þann 3. maí kl. 17:30 í anddyri Norræna hússins. Sýningin er unnin af  Æsu Sögu Otrsdóttir Árdal  og Sarah Maria Yasdani. Aðgangur ókeypis.

 

Yfir / Undir himnarönd (SE/IS)

Sýningin, sem er skúlptúra-innsetning túlkar hvað nýtur sín í sólinni og hvað nýtur sín án sólar. Á daginn þurfa plönturnar sólina til að lifa og á nóttunni þurfa stjörnunar myrkur til að sjást frá jörðunni.

Ef ljós er okkur nauðsynlegt, þá er tími það einnig. Í sýningunni ’Yfir / Undir himnarönd’ mætast tvö kort yfir tíma; eitt fyrir ofan og eitt fyrir neðan sjóndeildarhringinn.

Sýningin byggir á reynslu okkar af náttúrunni, þar sem við víkkum skynjun okkar umfram það sem okkur er sýnilegt. Verkin vísa í rannsóknaraðferðir kortagerð, það að draga það stóra yfir í það smáa til að skapa áþreifanlega skynjun á tíma og uppruna.

Títuprjónagatað kort af stjörnum, ’Deep time Distant past’ er byggt á þeirri trú að fjarlæg fortíð getur verið skráð á mun stærri skala. Myndheimur himingeimsins fangar augnablik í tíma sem finnast fyrir handan nærveru og skilningarvit.

Míkróheimur, lokuð hringrás, ’Fragments’ er tilraun til að skoða nútíðina í návígi. Hjúpun nýrrar tilvistar stuðlar að gerð nýs dagatals. Glerið sem gufuhvolf, ljóstillífun í rauntíma.

Að draga heimskautsnóttina yfir í miðnætursólina, láta fortíð og rauntíma bregðast við hvor öðru og nálgast hvort annað í gegnum ljós.

´Yfir / Undir himnarönd’ er í samtali við krafta sem eru óáþreifanlegir og gríðarlegir, leitar í sjónrænar leiðir til að láta það sem er okkur óskiljanlegt vera áþreifanlegt og túlkar fjarlægða fortíð og rauntíma til að víkka skilning okkar á náttúrulega umheiminum.

Sýningin er samstarf  listamannanna  Æsu Sögu Otrsdóttir Árdal (SE/IS) og Sarah Maria Yasdani (SE).