Steinskröltarar


,,Út úr skuggum skríða, skrönglast…“

Sumarsýningin Steinskröltarar er innblásin af ljóði Mats Söderlund og teikningum Kathrina Skarðsá sem birt voru undir titlinum Stenskravlare í safnritinu „Þvert á Norðurlönd – Vistfræðilegir straumar í norrænum barna- og ungmennabókmenntum“ fyrr á árinu (2021) . Safnritið var framleitt af Norræna húsinu í Reykjavík og er hluti af þriggja ára verkefninu LØFTET sem er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Þetta tiltekna safnrit er annað í röð þriggja rita um norrænar barnabækur sem verkefnið mun gefa af sér en ritin eru afraksturs norræns samstarfs mismunandi fræðimanna, útgefenda, höfunda og myndskreyta sem hittast á árlegum sumarþingum verkefnisins.

Túlka mætti ljóðið Steinskröltarar (s.Stenskravlare) sem jarðsöguna sjálfa út frá sjónarhorni steina og grjóts og teikningar Kathrinu Skarðsá bæta við aukinni dýpt í frásögnina sem lýkur á fagurgrænan og bjartsýnan hátt. Á sýningunni er ljóðræna myndasaga tvíeykisins til sýnis í upprunalegu formi og hún spilar á skemmtilegan hátt saman við dulúðlegan upplestur Söderlund á ljóði sínu. Þá hefur verið smíðaður hellir þar sem ungir gestir geta átt notalega stund eða leikið sér í nýja klifurveggnum! Seglaveggurinn vinsæli frá síðustu sýningu er einnig á sínum stað með nýju útliti.

Velkomin á barnabókasafn Norræna hússins og er það von okkar að bjóða upp á einstaka sagnaupplifun!