Rauður – Pikknikk Tónleikar


15:00

Rauður er listamannsnafn tónlistarkonunnar og pródúsentsins Auðar Viðarsdóttur. Hún var áður söngkona og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Nóru, en í október 2019 gaf hún út sína fyrstu breiðskífu, Semilunar. Í kjölfarið hefur hún komið fram á tónleikum og tónlistarhátíðum víða um Evrópu og hefur platan hlotið mikið lof. Tónlist Rauðar fléttar hennar eigin marglaga röddum saman við þéttan undirtón hljóðgervla og trommuheila. Lagasmíðarnar eru allt frá því að vera poppaðar, innblásnar af sálmum og pönki, yfir í dansvæna elektróník, og þaðan í synthaballöður.

Pikknikk Tónleikar

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 5. júlí 9. ágúst 2020. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.

Kaffi, kökur og léttur matur verður til sölu á MATR

Dagskrá