Fundur Fólksins: Samfélagsvitund og lýðræði


10.00
Aðgangur ókeypis
Samfélagsvitund og lýðræði – hvernig eflum við þáttöku ungmenna í félagsstarfi? 
Ísland og Norðurlöndin eru þekkt fyrir öflugt og jákvætt frístundastarf, og ungmenni hafa kost á að ganga í fjöldan allan af félögum og klúbbum. Slík félög eru oftar en ekki staður þar sem ungt fólk getur eflt sjálfstraustið, eignast nýja vini og sinnt áhugamálum sínum. Því miður er sú þróun að eiga sér stað að færri ungmenni nýta sér þessi tækifæri. Á sama tíma fer andleg líðan ungs fólks versnandi og fleiri ungmenni upplifa sig útundan í samfélaginu. Þessi þróun er sérstaklega áberandi hjá ungu fólki í viðkvæmri félagslegri stöðu sem eiga í hættu á að enda á jaðri samfélagsins. Til að efla félagslega þáttöku ungmenna eru ýmsar hindranir sem þarf að yfirstíga.
Þverrandi félagsleg þáttaka ungmenna er sameiginleg áskorun Norðurlandana. Því hefur Norræna ráðherranefndin, í samstarfi við dönsku hugveituna Mandag morgen, ákveðið að leiða saman ungt fólk, sérfræðinga, fulltrúa félagasamtaka og valdhafa í samtal um málefnið á öllum fimm norrænu lýðræðishátíðunum. Hér munum við reyna að svara spurningunni: Hvernig virkjum við allt unga fólkið okkar og eflum þau félagslega?