Myndlistarsýning og viðburðaröð


Af stað! í gegnum snjóskafl, út í geim og aftur í tímann. Þreyttar hendur í leðju sem nú er mávastell upp í spariskáp. Upp í munn og ofan í maga, einn hring í kring um húsið. Á kvöldin speglast birtan af strætóskýlunum í tjörninni á meðan tölvurnar á bókasafninu taka sér blund.

„Af stað!“ er myndlistarsýning og viðburðaröð í Norræna húsinu sem stendur yfir frá 1. desember 2019 til 12. janúar 2020.

Á sýningunni sýna þrettán myndlistarmenn verk sem fjalla um neyslumenningu samtímans og áhrif hennar á lifnaðarhætti.

Samhliða sýningunni verður hvern sunnudag í aðventunni einblínt á sérstakt viðfangsefni innan þemans með viðburðaröðinni Jamm, Namm, Sko, Oh. Sjá nánar hér fyrir neðan.

Sýningarstjórar: Agnes Ársælsdóttir og Anna Andrea Winther

Listamenn í sýningu: Andreas Brunner, Ágústa Gunnarsdóttir, Birkir Mar Hjaltested/@brenndur, Gréta Jónsdóttir, Helena Margrét Jónsdóttir, Hillevi Högström, Hugo Llanes, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Kristín Karólína Helgadóttir, Leena Saarinen,
Patricia Carolina, Sólbjört Vera Ómarsdóttir og Vala Sigþrúðar Jónsdóttir.

Jamm, Namm, Sko, Oh
1. desember – Opnun kl.14-17
8. desember – Jamm, jamm, jamm
15. desember – Namm, namm, namm
22. desember – Sko, sko, sko
12. janúar – Oh, ho, ho (Lokahóf)

Listamenn í viðburðaröð: Bára Bjarnadóttir, @brenndur, Eilíf Ragnheiður, Eva Bjarnadóttir, K.óla, Rebecca Scott Lord og Viddi Blöndal, Smaranda Ursuleanu, Vagninn, Wiola Ujazdowska, Gréta Jónsdóttir, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Kristín Karólína Helgadóttir, Leena Saarinen og Sólbjört Vera Ómarsdóttir.

Grafískur hönnuður: Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay