Namm, namm, namm – Listviðburður

Jamm, Namm, Sko, Oh viðburðaröðin er framlenging á myndlistarsýningunni Af Stað! sem stendur yfir í Norræna húsinu frá 1. desember til 12. janúar.

Í viðburðaröðinni munu vel valdir listamenn kafa djúpt í neyslumenningu samtímans og/eða áhrif hennar á umhverfi okkar og lifnaðarhætti með verkum sínum alla aðventuna í Norræna húsinu.
Hvern sunnudag í aðventunni er einblínt á sérstakt viðfangsefni og þriðja í aðventu beinum við sjónum að framleiðslu eða Namm, namm, namm.

„Það vefst ýmislegt fyrir okkur. Skítur í hverju horni, sama hversu oft er farið yfir gólfin. Við grípum plast í rokinu og hengjum það í gluggana, innan um ljósaseríur. Fjölmenning í pulsubrauði á boðstólnum“

Þátttakendur:

Myndbandsverk:
Smaranda Ursuleanu – (For a Healthy Lifestyle) Exercise at least 30 minutes every day.

Gjörningar:
Wiola Ujazdowska – I am only cleaning here.
Eilíf Ragnheiður – Búbblan
Sonja Covacevic – Vagninn
Birkir Mar Hjaltested – brenndur
Sólbjört Vera – Bragð

Vinsamlegast athugið: Vagninn er ólíkur hinum gjörningunum að því leyti að hann byrjar kl. 17:00 og kostar 1.670 kr. Vaginn er gagnvirt matarupplifunarverk þar sem íslenskt samfélag er skoðað í gegnum mat og matarmenningu. Þar er boðið upp á sérstök afbrigði af hinni klassísku íslensku pylsu, innblásin af hinum ýmsu menningarhópum sem búa á Íslandi – vafin inn í altæka matarupplifun. Miðasala á tix.is .