Sko, sko, sko – Listviðburður

Jamm, Namm, Sko, Oh viðburðaröðin er framlenging á myndlistarsýningunni Af stað! sem stendur yfir í Norræna húsinu frá 1. desember til 12. janúar.

Í viðburðaröðinni munu vel valdir listamenn kafa djúpt í neyslumenningu samtímans og/eða áhrif hennar á umhverfi okkar og lifnaðarhætti með verkum sínum alla aðventuna í Norræna húsinu.

Hvern sunnudag í aðventu er einblínt á sérstakt viðfangsefni og fjórða í aðventu beinum við sjónum að afleiðingunni eða Sko, sko, sko.

„Skref fyrir skref, bolli fyrir bolla.
Við heyrum framandi minningar innan úr sal. Göngum í hringi, það er allt að bresta á.“

Þátttakendur:

Myndbandsverk:
Leena Maria Saarinen – Natural Selection
Leena Maria Saarinen – Birdsong

Gjörningar:
Eva Bjarnadóttir – Nýburaganga
Birkir Mar Hjaltested – brenndur*
Kristín Karólína Helgadóttir – (titil vantar)
Sólbjört Vera – Bragð