Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt norrænni stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða.

Verðlaunin voru sett á laggirnar til að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd á Norðurlöndunum. Þau hafa verið veitt frá árinu 1995 og eru afhent við sama tækifæri og önnur verðlaun Norðurlandaráðs.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Þriggja þrepa val á verðlaunahafa

Val á handhafa umhverfisverðlaunanna er þriggja þrepa ferli:

  • Allir geta sent inn tillögur
  • Dómnefndin velur þá sem fara í úrslit (1 eða 2) frá hverju landi
  • Dómnefndin kemur saman og velur verðlaunahafa

Um dómnefndina

Í dómnefndinni eiga sæti 13 fulltrúar: Tveir frá hverju Norðurlandanna og einn frá hverju sjálfstjórnarsvæðanna; Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Verðlaunafé og verðlaunaafhending

Umhverfisverðlaunin nema 300 þúsundum danskra króna (um 6 mill ISK), sem er sama upphæð og verðlaunin fyrir bókmenntir, tónlist og kvikmyndir.

Sjá fleiri verðlaunahafa og tilnefningar

 

Skrifstofa fyrir Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs hefur verið starfrækt í Norræna húsinu síðan í janúar 2016. Skrifstofan annast öll dagleg störf sem tengjast verðlaununum. Vinnan fer fram í samstarfi við norræna dómnefnd verðlaunanna, sem og skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri verðlaunanna:

Silja Elvarsdóttir
Silja(hjá)nordichouse.is