Opnunartímar og aðgengi

Velkomin í Norræna húsið

Norræna húsið er opið þri.-sun. 10-17. Lokað á mánudögum.

SONO  // bóka borð

Þriðjudaga til sunnudaga 10:00-17:00

Samgöngur

Norræna húsið er í Vatnsmýrinni. Falleg gönguleið er t.d. frá Ráðhúsi Reykjavíkur og hægt er að ganga í gegnum Friðlandið þegar ekki er varptími (maí -júlí). Einnig er hægt að taka strætó nr. 15 og fara út hjá Íslenskri erfðagreiningu eða leið nr. 1, 3 eða 6 og fara út hjá Háskóla Íslands. Við húsið eru stæði bæði fyrir bíla og hjól.

Aðgengi

Norræna húsið hefur ágætt aðgengi í flest rými hússins. Að húsinu liggur hjólastólarampur og inni í húsinu er lyfta sem fer niður í sýningarrýmið Hvelfingu. Því miður er einungis stigi niður í barnabókasafnið frá bókasafninu sjálfu en fyrir hjólastóla er aðgengilegt inná barnabókasafnið frá Hvelfingu. Elissa (salur) hefur gott aðgengi.

Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus.

Þar sem húsið er gamalt er á dagskrá að vinna að endurbótum og bættu aðgengi. Við tökum hlýlega við öllum athugasemdum og tillögum.

Staðsetning