Norræna húsið óskar eftir skjalaverði
Norræna húsið í Reykjavík er rótgróinn vettvangur Norðurlanda fyrir listir, menningu, tungumál og samfélagsumræðu. Sjálfbærni er lykilatriði í starfsemi hússins. Við leggjum áherslu á CO2 hlutleysi í okkar verkefnum, jafnrétti og fjölbreytileika. Í Norræna húsinu er boðið upp á framsækna og viðeigandi listræna, bókmenntalega og félagslega dagskrá allt árið um kring.
Við leitum að einstaklingi með reynslu af skjalavörslu til að flokka og skrá skjalasafn Norræna hússins. Sem skjalavörður í Norræna húsinu munt þú sjá um varðveislu margvíslegra gagna og taka þátt í að þróa aðgengileika og vörslu skjalasafns Norræna hússins. Starfið býður upp á sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleika með áherslu á faglega og persónulega þróun í starfi.
Áhugasamir umsækjendur þurfa að sækja um starfið á vefsvæðinu https://www.norden.org/is/career .