Öðruvísi fundarstaður

Ráðstefnur & fundaraðstaða

Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í fallegu umhverfi. Funda- og ráðstefnuþjónusta Norræna hússins nýtist vel fyrir minni fundi og málstofur sem og fyrir stærri samkomur, allt að 100 manns í sæti í einum sal. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og lögum okkur að þörfum hvers og eins.

Bóka sal

Við hvetjum áhugasama til þess að hafa samband við móttöku Norræna hússins til að ræða hugmyndir ykkar um uppsetningu og nýtingu á húsinu.
Móttaka Norræna hússins s. 5517030 eða info@nordichouse.is

Veitingar vegna viðburða er afgreidd af AALTO Bistro. Hafið samband í síma 55 10 200 eða sendið tölvupóst á aalto@bordstofan.is vegna pantanna. Frekari upplýsingar um veitingastaðinn er að finna á www.aalto.is

Ráðstefnu- og tónleikasalur (90 - 95 manna)

Stór salur sem tekur um 90 manns í sæti og nýtist hann hvort heldur er til funda-, ráðstefnu- og tónleikahalds, fyrir móttökur, veislur og kvikmyndasýninga. Myndvarpi, stórt tjald, tölva, nettenging of hágæða ráðstefnuhljóðkerfi er að finna í salnum.

Streymi

Hægt er að streyma frá viðburðum í Norræna húsinu. Verðið er 40.000 kr. fyrir 3 klst. (lágmark) eftir það 10.000 kr.  hver klst.

Hér má skoða streymi Norræna hússins.

.

 

Bóka sal

Fundaraðstaða

Í Norræna húsinu eru tvö fallega útbúin og björt fundarherbergi með góðu útsýni sem nýtast vel fyrir minni fundi eða hópavinnu.

Alvar Aalto stofa (14-16 manna) Til staðar er 75 tommu flatskjár.

Aino Aalto stofa (8-10 manna) Til staðar er 65 tommu flatskjár.

Bóka sal

 

Neðri hæð Norræna hússins

Sýningarsalur í kjallara

Norræna húsið skipuleggur og tekur þátt í samstarfi um sýningar. Einnig tekur húsið inn sýningar fyrir styttri tíma. Aðal sýningarrými okkar er að finna á neðri hæð hússins og tengist öðru rými sem kallast The Black Box.

The Black Box

Svarti kassinn eða The Black Box eins og við höfum valið að kalla salinn er nýtt og skemmtilegt rými í húsinu. Það er tilvalið til margskonar nota, líkt og til kvikmyndasýninga, stórrra funda, vinnustofur, leikrit og tónleika. Í rýminu er að finna svið, ljós og ljósakerfi, hljóðkerfi og tjald.

Hægt er að streyma frá viðburðum í Black box. Verðið er 10.000 kr á tímann (lágmark 3. tímar).

Hér má skoða streymi Norræna hússins.

Black Box getur einnig verið notað sem viðbót við sýningarrýmið á neðri hæð hússins.

Bóka sal

Verðlistar

Ráðstefnu- og tónleikasalur (90 – 95 manna)
Leiga hálfur virkur dagur (1-4 klst) á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 40.000
Leiga heill virkur dagur (allt að 8 klst) á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 60.000
Leiga hálfur dagur helgi (1-4 klst) á tímabilinu 12:00-17:00 kr. 50.000
Leiga heill dagur helgi (allt að 8 klst) á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 80.000

Vinsamlegast hafið samband við móttöku Norræna hússins vegna kvöldleigu.

The Black Box í kjallara (80 í sæti + 20 standandi):

Leiga virkur dagur á tímabilinu 17:00-20:00 kr. 20.000
Leiga virkur dagur á tímabilinu 20:00-23:00 kr. 30.000
Leiga virkur dagur á tímabilinu 17:00-23:00 kr. 50.000

Leiga helgi á tímabilinu 17:00-20:00 kr. 25.000
Leiga helgi á tímabilinu 20:00-23:00 kr. 40.000
Leiga helgi á tímabilinu 17:00-23:00 kr. 65.000

Vinsamlegast hafið samband við móttöku Norræna hússins vegna kvöldleigu.

Alvar Aalto stofa (14-16 manna) og Aino Aalto stofa (8-10 manna)
Daggjald virkur dagur á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 5.000 pr. klukkustund
Vinsamlegast hafið samband við móttöku Norræna hússins vegna kvöld- og helgarleigu.

Bóka sal

Tæknibúnaður

Salarkynni og húsbúnaður er með þeim hætti að unnt er að raða honum í samræmi við þarfir hvers og eins s.s. í hefðbundnar sætaraðir, hringi eða skeifur. Innifalið í leiguverði á sölum og fundaraðstöðu er tækjabúnaður Norræna hússins, til að mynda: Skjávarpa, fartölvur, tússtöflur, hljóðkerfi, hljóðnema og upptökbúnað, myndbandstæki, litskyggnuvél, sjónvarp og streymi.

Salurinn hentar vel fyrir fyrirlestra, kvikmyndasýningar eða tónleika.

Fyrir kvikmyndasýningar er t.d.:
• Öflugur háskerpu (Full HD) skjávarpi
• Fjölrása (5.1) hljóðkerfi með 5 Bose MA12EX hljóðsúlum og Genelec 7070 bassa.
• Púlt með föstum hljóðnema er í salnum og þráðlausir hljóðnemar fyrir kynningar eða spurningar um sal.
• Hægt að tengja fleiri hljóðnema eða hljóðblandara við kerfið fyrir stóra viðburði.
• Með snertiskjá í púltinu er hægt að stýra öllum fundarbúnaði (hljóði, mynd og ljósum) án aðstoðar tæknimanns í gegnum Crestron stjórnkerfið.
• Ýmsar uppraðanir eru mögulegar í salnum, allt eftir því hvað hentar atburðinum.