Öðruvísi fundarstaður
Ráðstefnur & fundaraðstaða
Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í fallegu umhverfi. Funda- og ráðstefnuþjónusta Norræna hússins nýtist vel fyrir minni fundi og málstofur sem og fyrir stærri samkomur, allt að 90 manns í sæti í einum sal. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og lögum okkur að þörfum hvers og eins. Við hvetjum áhugasama til þess að fylla út umsókn um leigu á sal eða senda fyrirspurnir á booking@nordichouse.is. Skrifstofa bókanna er opinn alla virka daga á milli kl. 13:00 og 15:00.
Veitingar (byrjar í júní)
Veitingar vegna viðburða skal panta hjá Sono matseljur. Sendið póst á: sonomatseljur@sonomatseljur.is.
Streymi
Hægt er að streyma frá viðburðum í Norræna húsinu. Verðið er 40.000 kr. fyrir 3 klst. (lágmark) eftir það kostar hver klst. 10.000 kr.
Ráðstefnu- og tónleikasalur (80 - 90 manna)
Stór salur sem tekur 80 manns í sæti og nýtist hann hvort heldur er til funda-, ráðstefnu- og tónleikahalds, fyrir móttökur, veislur og kvikmyndasýninga. Myndvarpi, stórt tjald, tölva, nettenging og hágæða ráðstefnuhljóðkerfi er að finna í salnum. Val er um ýmis konar uppraðanir á borðum og stólum við bókun á salnum.
Fundaraðstaða
Í Norræna húsinu eru tvö fallega útbúin og björt fundarherbergi með góðu útsýni sem nýtast vel fyrir minni fundi eða hópavinnu.
Alvar Aalto stofa (14-16 manna) Til staðar er 75 tommu flatskjár, lokað internet fyrir fundargesti, fjarfundarbúnaður með vefmyndavél og Chromecast.
Aino Aalto stofa (8-10 manna)Til staðar er 65 tommu flatskjár, og lokað internet fyrir fundargesti.
Verðlistar
Alvar Aalto stofa (14-16 manna) og Aino Aalto stofa (8-10 manna)
Daggjald virkur dagur á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 5.000 pr. klukkustund
Ráðstefnu- og tónleikasalur (80 – 95 manna)
Leiga hálfur virkur dagur (1-4 klst) á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 40.000
Leiga heill virkur dagur (allt að 8 klst) á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 60.000
Leiga hálfur dagur helgi (1-4 klst) á tímabilinu 12:00-17:00 kr. 50.000
Leiga heill dagur helgi (allt að 8 klst) á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 80.000
Vinsamlegast sendið póst á booking@nordichouse.is
Tæknibúnaður
Salarkynni og húsbúnaður er með þeim hætti að unnt er að raða honum í samræmi við þarfir hvers og eins s.s. í hefðbundnar sætaraðir eða annað. Innifalið í leiguverði á sölum og fundaraðstöðu er tækjabúnaður Norræna hússins, til að mynda: Skjávarpi, fartölvur, tússtafla, hljóðkerfi og hljóðnemar.