Norræna húsið – 50% starf
Norræna húsið óskar eftir að ráða traustan og drífandi einstakling í 50% starf til að hafa umsjón með samskiptum við innri og ytri aðila vegna bókana og skipulags viðburða í Norræna Húsinu. Um er að ræða spennandi starf í því fjölbreytta og fjölþjóðlega menningarumhverfi sem einkennir Norræna Húsið. Starfið felur í sér umsjón og utanumhald með bókunum, skipulagi og mati á tæknilegum þörfum viðburða með viðburðarteymi Norræna Hússins, miðlun upplýsinga tengdum viðburðum milli starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina ásamt tilfallandi verkefnum við viðburði.
Norræna Húsið stendur fyrir fjölda viðburða, bæði á eigin vegum en einnig í samstarfi við utanaðkomandi aðila ásamt því að leigja út aðstöðu og tækniþjónustu til einkaaðila. Norræna Húsið er með fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnuhald, fundi, upptökur, streymi, tónleikahald, kvikmynda og listsýningar.
Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og stutt persónulegt kynningarbréf.