HönnunarMars – HRINGIR


10-17

Íris Ösp tvinnar saman tenginu móðurástar og móður jarðar. Nándin sem þú upplifir í myndunum tengja þig við ræturnar, rætur alls lífs. Myndirnar veita róandi áhrif og slakandi hughrif þar sem töfrarnir leynast í smáatriðunum. Íris notast við hringformið sem tákn fyrir eilífðina og mjúkar línur náttúrunnar líkt og mæðra.

Verkin verða til sýnis á MATR kaffihúsi Norræna hússins.

 

“Við eigum það öll sameginlegt að eiga sömu móðurina”

Íris semur einnig ljóð sem hún tengir við myndirnar.

Móðurfaðmur
Hvernig hún strýkur þér,
svo ljúf eins og hlý golan.
Hvernig hún ilmar,
svo tær,
eins og ilmur af mold og mosa.
Hvernig hún skilur þig
og gefur þér ráð.
Jafnvel án þess að segja
eitt einasta orð.

Íris lærði grafíska hönnun við Accademia Italiana, í Flórens, Ítalíu. Hún lærði ljósmyndun við Myndlistaskólann í Reykjavík og hefur mikið unnið með ljósmyndun og lagði áherslu á hana í náminu úti.

Íris á og rekur hönnunarstúdíóið Reykjavík Underground ehf. 

Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
iris@reykjavik-underground.com
instagram
facebook

Skoða dagskrá Norræna hússins á HönnunarMars