Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu

Dagana 20. apríl-14. júní fer fram Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu.

Norræna húsið fagnar barnamenningu með því að kynna baltneska menningu á fjölbreyttan og skapandi hátt í samstarfi við einstaklinga með baltneskan bakgrunn. Á fyrstu viku hátíðarinnar verður skólahópum boðið í klippimyndasmiðju sem er tileinkuð sögulegum byggingum gamla bæjarins í Vilníus, höfuðborg Litháens. Þar mun listakonan Jurgita Motiejunaite segja börnunum sögu bygginganna og aðstoða þau í að búa til sínar eigin klippimyndir. Klippimyndaverkin munu prýða sýningarvegg í anddyri/Atrium Norræna hússins til 14. júní – lokadags barnamenningarhátíðar.

Mikil breidd er í smiðjum fram undan og má þar nefna hljóðfærasmiðju þar sem gestir kynnast Trejdeksnis, lettnesku ásláttarhljóðfæri og baltneska sagna- og myndasmiðju sem byggir á litháískri þjóðsögu um grassnákinn.

Bókasafn Norræna hússins býður upp á sögustundir á litháísku og lettnesku og bækur á tungumálum Eystrasaltslanda verða aðgengilegar til lestrar á bókasafninu í samstarfi við Móðurmál er máttur. Bækur frá vinsæla lettneska bókaforlaginu Big and Small verða einnig dregnar fram.

Viðburðir hátíðarinnar eru ýmist opnir eða fyrirframbókaðir af skólahópum. Nánari upplýsingar og skráning á opnar vinnustofur hjá Hrafnhildi Gissurardóttur fræðslufulltrúa: hrafnhildur@nordichouse.is.

Baltnesk barnamenningarhátíð