AALTO Bistro markar sérstöðu þar sem farnar eru ótroðnar og spennandi slóðir í matreiðslu

AALTO Bistro

AALTO Bistro er nýr, vinalegur og spennandi veitingastaður í Norræna húsinu sem rekinn er undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks.

AALTO Bistro markar sérstöðu þar sem farnar eru ótroðnar og spennandi slóðir í matreiðslu og við nýtingu á óhefðbundnu hráefni, sem og daðrað við skandinavíska matargerð undir miðevrópskum áhrifum.

Á AALTO Bistro er á boðstólum hollur og ljúffengur matur úr fersku gæðahráefni.

Einnig er gott úrval af heimabökuðum kökum og öðru spennandi sætmeti með kaffinu allan daginn.

Gestum og gangandi gefst því tækifæri á að njóta til hins ítrasta alls þess sem Norræna húsið hefur upp á að bjóða; bókmenntir, myndlist, matargerð og menning í sinni fjölbreyttustu mynd.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro dregur nafn sitt af hönnuði Norræna hússins, hinum heimsþekkta finnska arkitekt, Alvar Aalto (1898 – 1976), og vill þannig heiðra minningu hans og arfleifð og hefur unnið sér einstakt orðspor fyrir matreiðslu í háum gæðaflokki og ómótstæðilegt útsýni yfir miðborgina.

Hægt er að bóka sér borð í síma: 551-0200 eða á vefsíðu veitingarstaðarins hér.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar aalto.is 

Sveinn Kjartansson

Hinn kunni Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, lætur gæðin blómstra í matargerðinni, þar sem ferskleikinn ræður ríkjum og farnar eru ótroðnar og spennandi slóðir í matreiðslu og við nýtingu á óhefðbundnu hráefni, sem og daðrað við skandinavíska matargerð undir miðevrópskum áhrifum.

Eitt aðalsmerki staðarins eru einstakir fiskréttir að hætti Sveins eins og áhorfendur sjónvarpþátta hans þekkja.

 

Ferskt gæða hráefni er aðalsmerki AALTO Bistro

Á AALTO Bistro er á boðstólum ljúffengur og hollur matur úr fersku gæða hráefni.

Í hádeginu er boðið upp á ýmsa rétti dagsins. Þar er að finna jafnt ómótstæðilega fiskrétti, dýrlegar súpur, himneskar bökur og smárétti, sem og grænmetis- og veganrétti.

 

Þegar kvöldar er AALTO Bistro tilvalinn staður til að njóta alls þess besta. Þá er boðið upp á hreina ævintýraferð bragðlaukanna, hvort sem fólk vill staka rétti eða þriggja rétta samsettan kvöldverð með eðal vínum, þar sem rómantískt andrúmsloft Vatnsmýrarinnar svífur yfir vötnum.

 

Heimabakaðar kökur og sætmeti

Á eftirmiðdegi er tilvalið að krækja sér í tímarit, dagblað eða bók frá Bókasafni Norræna hússins og setjast inn á AALTO Bistro og gæða sér á himneskum heimabökuðum kökum eða tertum með ilmandi kaffinu, eða hreinlega að njóta fegurðarinnar sem blasir við utan við stóra glugga AALTO Bistro.