Höfundakvöld

Frá haustinu 2015 hefur Norræna húsið staðið mánaðarlega fyrir höfundakvöldum með spennandi norrænum höfundum. Við leggjum okkur fram við að velja breiðan hóp af áhugaverðum höfundum og bjóðum þeim til landsins til að tala um verk sín og innblástur.

Á höfundakvöldum er ávalt töluð skandinavíska og vel valinn moderator sér um að spjalla við höfundinn og taka á móti spurningum úr sal sem iðulega er fullur af forvitnum lesendum og bókmenntaáhugafólki.

AALTO Bistro, veitingarstaður Norræna hússins, sér um að selja huggulegar veitingar í hléi og margir velja að fá sér að snæða á veitingarstaðnum fyrir höfundakvöldið.

Höfundakvöld 2016-2017

  • 6. september – Carsten jensen (DK)
  • 4. október –  Athena Farrokhzad (SE) Eiríkur Örn Norðdahl (IS)
  • 1. nóvember – John Ajvide Lindqvist (SE)
  • 5. desember- Katarina Frostenson (SE)
  • 17. janúar –  Lars Saabye Christensen (NO)
  • 7. febrúar –  Dorthe Nors (DK)
  • 7. mars – Lars Mytting (NO)
  • 4. apríl – Kjell Westö (FI)
  • 2. maí – Tilkynnt síðar

Listinn er birtur með fyrirvara um breytingar.