Norrænar loftslagslausnir: Green to Scale


15:00-17:00

Norrænar loftslagslausnir: Green to Scale

Málþing í Norræna húsinu, 18. janúar kl. 15:00-17:00

Miðvikudaginn 18. janúar nk. fer fram málþing í Norræna húsinu um norræna Green to Scale verkefnið, sem greinir hvernig 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og upplýsingaskrifstofuna Norðurlönd í fókus. Málþingið varir frá kl. 15:00-17:00 og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Norræna Green to Scale verkefnið var kynnt á Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech (COP22), sjá íslenska fréttatilkynningu hér.

Dagskrá

Setning
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra

Opnunarerindi
Norrænar lausnir við hnattrænum áskorunum – hvernig getur norrænt samstarf stutt við grænan vöxt og metnaðarfull loftslagsmarkmið?
Vanda Hellsing, formaður vinnuhóps Norrænu ráðherranefndarinnar um loftslagsmál (KoL)

Fyrirlestrar
Rannsóknarniðurstöður Green to Scale
Oras Tynkkynen, ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá SITRA (Nýsköpunarsjóði Finnlands)
Íslenskar loftslagslausnir
Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar: Kolefnishlutlaus Reykjavík 2040
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri Carbon Recycling International: CRI: Umbreyting koldíoxíðútblásturs í endurnýjanlegt eldsneyti Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans og stjórnarformaður CarbFix Koltvíoxíð bundið í bergi

 

Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara

Fundarstjóri verður Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands.

Málþing um Green to Scale verður einnig haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. janúar nk kl. 15:00-17:00. Sjá dagskrá á www.mak.is 

Nánar um norræna Green to Scale, sjá hér.

Með því að beita 15 norrænum loftslagslausnum, sem þegar hafa sannað sig, geta ríki um allan heim dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á ári fyrir árið 2030, en það jafngildir losun Evrópusambandsins í dag. Kostnaðurinn við að útfæra þessar lausnir næmi niðurgreiðslum ríkja heims á jarðefnaeldsneyti í 9 daga.

 

Nánari upplýsingar um Green to Scale verkefnið veitir:
Prófessor Brynhildur Davíðsdóttir // bdavids@hi.is, sími: 525-5233

Nánari upplýsingar um málþingið veitir:
Kristín Ingvarsdóttir // kristini@nordichouse.is, sími: 551-7030

 

Myndir frá viðburðinum í Norræna húsinu.