Dorthe Nors

Höfundakvöld

DORTHE NORS (f. 1970) er danskur rithöfundur og þýðandi. Fyrsta skáldsaga hennar Soul kom út árið 2001. Í kjölfarið fylgdu fleiri skáldsögur, smásagnasöfn og eitt ljóðasafn. Smásögur hennar hafa verið birtar í nokkrum bandarískum tímaritum eins og The New Yorker og Harper’s Magazine. Nors vakti athygli á alþjóðavísu með smásagnasafninu Kantslagsem kom út árið 2008 og sem hefur verið þýtt á nokkur tungumál. Árið 2014 kom Kantslag út í Bandaríkjunum og það sama ár hlaut Dorthe Nors P.O. Enquist bókmenntaverðlaunin.

Nýjasta skáldsaga Nors Spejl skulder blink kom út árið 2016 en þar segir af Sonju, konu um þrítugt sem sækir ökutíma. Ökunámið gengur illa en undir niðri ólga einnig tilfinningar söguhetjunnar sem glímir við einmanaleika og framandleika á nýjum slóðum. Hvernig það er að flytjast til stórborgar þar sem tengslanet er ekki til staðar, um erfið samskipti innan fjölskyldna og um drauminn um það sem ekki varð.

Gísli Magnússon, lektor í dönsku við HÍ, stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.