Vinnustofa um samtímatónlist – Ensemble Sirius


13:00 -14:30

Verið velkomin á vinnustofu með Ensemble Sirius 
Laugardaginn 26 ágúst kl. 13:00-14:30. Ókeypis aðgangur. Kynningin fer fram á ensku.

Ensemble Sirius kynna hugmyndina bakvið verkefnið „Ferðalag um norræna náttúru“ sem farið hefur um Norðurlöndin í ágúst og kynnt nútímaverk eftir misunandi nútíma tónskáld. Verkið verður flutt í Norræna húsinu sunnudaginn 27. ágúst kl. 15:00 / ókeypis aðgangur. Á laugardeginum verður fólki boðið upp á vinnustofur um nútíma tónlist og klassíska tónlist. Markmið viðburðarins er að opna huga fólks fyrir nútíma tónlist sem oft getur verið tormelt og krefjandi. Verkið sem flutt verður í Norræna húsinu er eftir Þuríði Jónsdóttur.
Tónlistakonurnar fræða gesti jafnframt um hvernig það er að flytja ný verk sem eru sérstaklega samin handa þeim og hvernig það er að vinna með tónskáldinu.
Tónleikarnir eru sunnudaginn 27. ágúst kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis.

Ensemble Sirius skipar fimm tónlistarkonur frá Árhúsum í Danmörku sem spila á saxófón, tvöfaldan bassa, píanó, trompet og slagverk. Samblandan er sjaldgæf í klassísku samhengi sem geri hljómsveitina einstaka og einkum áhugaverða. Samstaf kvennanna er samnorrænt tónlistarverkefni sem þær kalla ,,Ferðalag um norræna náttúru“ og gengur út á að kynna samtímatónlist frá sex norrænum löndum og stuðla að sterkri norræni tónlistarhefð. Í nánu samstarfi við tónskáldin er áhorfendum boðið í ímyndað ferðalag til Grænlands, Færeyja, Íslands, Álandseyja, Svíþjóðar og Danmörku. Tónskáldið sem tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands er Þuríður Jónsdóttir.

Sjáðu Myndband um verkefnið .