Vieno Motors: Borgaruppskera


17:00-19:00

Sveit listamanna framkvæmir anarkískan blómagjörning og setur saman einstakar blómaskreytingar fyrir áhorfendur og rými. Áhorfendur geta fest á sig gróskumikla vendi sem sveitin býr til fyrir þá. Gjörningurinn fer fram við opnun sýningarinnar LAND HANDAN HAFSINS, föstudaginn 24. janúar kl. 17. Allir velkomnir.

 

Vieno Motors fléttar saman hversdagsleg efni, fundna hluti og blóm og býr þannig til óviðjafnanlega skrautgripi sem þeir festa af natni á „mannlegu blómavasana“. Einstakir hlutar þessa hópgjörnings verða til í samspili við áhorfendur. Hver hlutur er einstakur og sagan er bundin í flytjandanum.

Lifandi blóm ögra sígildri skilgreiningu okkar á listaverkum. Þegar blóm eru fest á mannverur eru þau á stöðugri hreyfingu og fara gegn hugmyndum okkar um stöðugleika listmuna. Í hnotskurn endurskilgreinir Vieno Motors konseptlist með ferskri munúð efniviðs síns.

Finnski listamaðurinn Ilona Valkonen skapaði Vieno Motors árið 2014. Síðan þá hefur gjörningurinn hlotið alþjóðlega athygli og verið settur upp um allan heim, í Helsinki, Lundúnum, Berlín, Sankti Pétursborg og New York, svo nokkrar borgir séu nefndar. Þegar Vieno Motors kemur saman, mætast listamenn úr hinum ýmsu greinum. Hver og einn kemur með tækni úr sinni listgrein. Í kringum fimmtíu listamenn hafa tekið þátt í starfi Vieno Motors og hafa þeir fest þúsundir blómaskreytinga á fólk.

Föstudaginn 24. janúar gefst fólki tækifæri til að sjá Ilona Valkonen í gjörningi Vieno Motors í Norræna húsinu. Listamennirnir sem taka þátt í gjörningnum eru Ásdís Sif Gunnarsdóttur, Sigga Björg Sigurðardóttir og Gunnar Helgi Guðjónsson. Byggingadót úr framkvæmdunum á salnum ásamt lifandi blómum er efniviður þessa listagaldurs. Þessi einstaki viðburður er skipulagður til að fagna nýuppgerðum sýningarsal Norræna hússins.

Sjá nánari upplýsingar um opnunina hér
Land handan hafsins
Vieno Motors

Finnski listamaðurinn Ilona Valkonen (höfundur gjörningsins) tekur þátt í samsýningunni Elämän vesi / Lífsins vatn / Water of Life  í Kling & Bang. Sýningin í Kling & Bang opnar 25. janúar kl. 17.