VETRAR VERK – Annar í aðventu með Tomas Espedal


11:00

Vetrar verk er bókmennta aðventudagatal frá Norræna húsinu í Reykjavík. Á aðventunni munu norrænir rithöfundar frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi velja vetrarsögu og lesa upp á sínu móðurmáli heiman að frá sér.

Hvernig er veturinn?  Er hann slæmur eða færir hann okkur gleði?  Snertir hann við einhverju?

Í gegnum þrjá samofna úrdrætti leiðirTomas Espedal okkur í gegnum veturinn. Á leiðinni hittum við dauðann góða. Tómas les á norsku brot út bókunum: Brev, Bergeners og Året.

Vetrar verk verða send út frá Norræna húsinu alla sunnudaga í aðventu og endapunkturinn settur á nýju ári. Rithöfundarnir sem lesa hafa allir hlotið eða verið tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er staðsett í Norræna húsinu í Reykjavík.

Dagsetningar

29. nóv. Einar Már Guðmundsson
6. des. Tomas Espedal
13. des. Suzanne Brøgger
20. des. Sami Said
10. jan. Rosa Liksom

VETRAR VERK urðu til á Zoom í kófinu. Við fögnum því að geta hlýtt á upplestur og notið bókmennta í netheimum í vetur.