VETRAR VERK – fyrsti í aðventu með Einari Má Guðmundssyni


11:00

Vetrar verk er bókmennta aðventudagatal frá Norræna húsinu í Reykjavík. Á aðventunni munu norrænir rithöfundar frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi velja vetrarsögu og lesa upp á sínu móðurmáli heiman að frá sér.

Hvaða áhrif hefur veturinn? Hefur hann góð áhrif eða vond áhrif? Snertir veturinn við einhverju hjá okkur?

Einar Már lýsir íslenskum vetri, þar sem töfrarnir liggja í dvala og heimurinn líkist glugga á rakarastofu. Sögusviðið er Ísland á tímum síðasta heimsfaraldurs, spænsku veikinnar og frostavetursins mikla. Einar les brot úr bókinni Fótspor á himnum.

Vetrar verk verða send út frá Norræna húsinu alla sunnudaga í aðventu og endapunkturinn settur á nýju ári. Rithöfundarnir sem lesa hafa allir hlotið eða verið tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er staðsett í Norræna húsinu í Reykjavík.

Dagsetningar

29. nóv. Einar Már Guðmundsson
6. des. Tomas Espedal
13. des. Suzanne Brøgger
20. des. Sami Said
10. jan. Rosa Liksom

VETRAR VERK urðu til á Zoom í kófinu. Við fögnum því að geta hlýtt á upplestur og notið bókmennta í netheimum í vetur.