Umskipti
Á sýningunni Umskipti er mynstrum, efnivið, aðferðum og ferli leyft að ráða ferðinni. Hanna Dís veitir innsýn inn í ferðalag mynstra á milli efniviðar og þeirra umskipta sem eiga sér stað innan þess.
Í tilraunaverkefninu Umskipti er leitast við leyfa reglulegum mynstrum að mótast í nytjahluti og húsgögn.
Hvert mynstur leyfir margar mismunandi útfærslur eftir því hversu mikið af því er notað og hvernig því er raðað saman. Það fer úr því að vera bara skraut á yfirborði í að móta notagildið sjálft. Því hættir það að vera ónauðsynlegt og verður að hlut í sjálfum sér. Á ferðalagi sínu á milli efniviðar, frá stafrænu yfir í eitthvað áþreifanlegt, úr einu mynstri í annað verða ákveðinn umskipti. Það sem áður var hart verður mjúkt, eitthvað sem einungis gat mótast í ferning getur skyndilega orðið hringlaga og það stafræna hluti af einhverju handgerðu. Við gerð reglulegu mynstranna leyndist þó óvænt óregla sem varð hluti af ferlinu.
Meðal annars má sjá form úr stafrænt prentuðum textíl, ull, við og leir.
Þátttakendur