Þjóðhátíðardagur Úkraínu í Norræna húsinu


Anddyri, Barnabókasafn & Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

Norræna húsið fagnar úkraínska þjóðhátíðardeginum 

Að tilefni úkraínska þjóðhátíðardagsins bjóðum við gestum að fagna með okkur í Norræna húsinu og upplifa úkraínska menningu í gegnum tónlist, myndlist, föndur og mat.  

Dagskráin er sem hér segir:   

Úkraínskir réttir sem gerðir eru í samstarfi við SONO matseljur veitingarstað Norræna hússins.  

15:00
Fánavinnustofa fyrir fólk
á öllum aldri, þar sem gestum gefst færi á að skrifa fallegar kveðjur til fólks í Úkraínu. Vinnustofuna leiðir sýningarstjórinn Yuliia Sapiha, sem vinnur nú að sýningu sem mun opna í Hvelfingu sýningarrými Norræna hússins.  

16:00
Úkraínski raftónlistarmaðurinn Make like a tree spilar fyrir gesti í gróðurhúsinu á útisvæði Norræna hússins.  

Einnig gefst færi á að ná lokadegi  ljósmyndarsýningarinnar Heima sem er sýningarstýrð af Irynu Kamienieva og Yevgeny Dyer og inniheldur verk eftir 5 úkraínska ljósmyndara. Sýningarstjórar verða viðstaddir.