Truflandi tilvist – Lydia XZ Brown


10:00

Hvað á hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og feitt fólk sameiginlegt? Hvernig geta þessir hópar unnið saman og lært hvor af öðrum? Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á ráðstefnunni Truflandi tilvist þann 3. og 4. mars næstkomandi.

Aðalfyrirlesari er Lydia XZ Brown, Autistic Hoya. Hún er bandarískur aktivisti og laganemi af asískum uppruna, einhverf, fötluð, ókynhneigð og kynfrjáls. Brown hefur verið virkt í mannréttindabaráttunni vestanhafs um árabil. Þrátt fyrir ungan aldur er Lydia eftirsóttur fyrirlesari og þekkt fyrir afdráttarlausa og ferska sýn á mannréttindabaráttu jaðarsettra hópa.

Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna.

Fyrirlestur Lydiu XZ Brown verður haldinn föstudaginn 3. mars kl. 10 í Norræna húsinu og að honum loknum verða pallborðsumræður og örfyrirlestrar með fólki úr íslensku grasrótarstarfi. Þessi hluti ráðstefnunnar er öllum opinn og bjóðum við fagfólk og fólk úr stjórnsýslunni sem vinnur að mannréttindamálum sérstaklega velkomið.

 

Drög að dagskrá í Norræna húsinu:

10.00-11.30 Fyrirlestur Lydiu Brown

11.30-12.00 Spurningar og umræður

12.00-13.15 Hádegishlé

13.15-16.00 Truflandi líkamar: pallborð, örfyrirlestrar og umræða með íslenskum mannréttindaaktívistum úr mörgum áttum.

16.00-17.00: Hamingjustund á Stúdentakjallaranum

Nánar