Thomas Dybdahl – Tónleikaröð Norræna hússins
21:00
Vinsamlegast athugið! Það er uppselt á tónleikana.
Norski söngvarinn og lagasmiðurinn Thomas Dybdahl semur rómantísk, innhverf og ævintýraleg lög. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 2000 og hefur síðan þá verið einn af vinsælustu tónlistarmönnum Noregs. Hann er vaxandi stjarna erlendis og tónleikarnir einstakt tækifæri til að sjá tónlistarmanninn á litlum og persónulegum tónleikum. Með mjúkri röddu sinni, píanóundirleik og gítarspili býr hann til dásamlega tónlistarupplifun sem þú villt ekki missa af!
Mynd: Julie Pike
Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi. Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní-15 ágúst. Aðgangur er aðeins 2000 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is
Dagskrá
20. júní. amiina (IS)
27. júní. Sóley (IS)
4. júlí. Thomas Dybdahl (NO)
11. júlí. Sumie (SE)
18. júlí. Tina Dickow & Helgi Jónsson (DK/IS)
25 Júlí. Kvartett Einars Scheving (IS)
1. ágúst. Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson (IS)
8. ágúst. Lára Rúnars (IS)
15. ágúst. Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson (IS)
Takið eftir! að á miðvikudögum er einnig frítt inn á húsgagnasýninguna: Innblásið af Aalto.
Veitingarhús Norræna hússins AALTO Bistro